Færsluflokkur: Bloggar
19.6.2007 | 13:55
Brjóstagjöf
Af hverju heldur þetta fólk að líkami konunnar fara að framleiða mjólk þegar hún er ólétt....??? bara af því bara...???
Nei, það er sennilega einhver góð ástæða fyrri því.....!!!
kv
Brjóstagjöf á undanhaldi í Asíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.6.2007 | 17:23
Einkaþotan
Var einmitt að pæla í þessu um daginn þegar allt bankaliðið kom hingað í boði Glitnis, margir komu þeir á sinni einkaþotu, sagði ég þá, meira kannski í gríni alvöru, að ekki væru þessi kallar mikið að spá í mengun eða að leggja sitt af mörkum til að minnka útblástur með því að vera í samfloti á þotunum.......
kv
Útblástur á hvern farþega einkaþotu tífaldur á við farþegaflug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 22:55
Innnanlandsflugið
Hvaða vitleysa er þetta eiginlega, annaðhvort verður innanlandsflugið áfram þar sem það er eða verður flutt til Keflavíkur, það sjá það allir sem vilja.
Það er bara tóm tjara að ætla sér að byggja nýjan flugvöll fyrir 15miljarða uppá Hólmsheiði nokkra km frá fullkomnum alþjóðaflugvelli í Keflavík, sérstaklega þar sem það er nýbúið að eyða miljörðum í endurbætur á Reykjavíkurflugvelli, fyrir 2árum varð þessu flugvöllur í fyrsta sinn að alvöru flugvelli.
Það þíðir ekki lengur að stinga hausnum í sandinn yfir þessu, menn hljóta að fara að viðurkenna það opinberlega að besti kosturinn er að flytja þetta til Keflavíkur, þegar gæslan fer þangað þá verður það stór nagli í líkkistu Reykjavíkurflugvallar.
Nú er verið að leggja bundið slitlag á völlinn á Sandskeiði og þar verður hægt að vera með relluflug, snertilendingar og eitthvað kennsluflug, en allt stærra flug og áætlunarflug á heima í Keflavík
kv
Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 09:34
ESB
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég er á móti ESB, þetta er bara eitthvert miðstýrt apparat í anda gömlu Sovétríkjanna. Lönd eru í raun að afsala sér fullveldi, og geta ekki sett sér lög til að framfylgja. Ég gæti skilið það vel af lönd vildu vera með í þessu þá mættu þau ekki hafa lög í sínu landi sem væru vægari en ESB lög, en að mega ekki hafa harðari lög er óskiljanlegt.
Það er að koma betur og betur í ljós að aðalmarkmið ESB er að koma í veg fyrir alla samkeppni á milli landa, það á að hafa samræmd lög alstaðar, jafnvel samræmda skatta á fyrirtæki, til þess eins að drepa niður alla samkeppni. Og það er ekki einu sinni verið að fara í felur með þessa hluti, þetta eru hreint og beint yfirlýst markmið sambandsins.
kv
Svíar mega flytja inn vín sjálfir frá öðrum ESB-ríkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 20:59
Nauðgunarleikir
Hvernig er það, eru allir búnir að gleyma "Grand Theft Auto" leikur sem hefur verið til sölu í verslunum hér á landi um langt ára bil
Sá leikur gengur út á það að stela bílum og drepa löggur, eitt verkefnið felst í því að finna vændiskonu nauðga henni og síðan drepa.
Ekki misskilja mig, ég er ekki að réttlæta þennan Nauðgunarleik en er ekki soldið verið að níðast á minni máttar í þessu tilfelli sem hér um ræðir
Einnig má til gamans geta að kananum fannst Grand Theft Auto hinn fínasti leikur, alveg þangað til það komst upp að hægt var að slá inn eitthvað lykilorð og þá komst máður í grófa klámsenu, s.s. að drepa löggur var í lagi en klám...... nei nei, það mátti ekki......
kv
Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.5.2007 | 18:47
Vinsældir
Þegar ég las þessa frétt hugsaði ég með mér, "nú ekki Íslendingar" nújæja
en svo hló ég nú soldið þegar ég las fréttina beint fyrir neðan, sem var þessi
ætli það hefði einhver önnur þjóð lent í örðu sæti ef þetta hefði gerst fyrr......hihi
kv
Japanir eru vinsælustu ferðamennirnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 20:41
Ráðherra í hlutastarfi
Hvernig er það, er hægt að vera í borgarstjórn, stjórnarformaður Orkuveitunnar og Heilbrigðisráðherra, (viðamesta ráðuneytið). Hefði haldið að Ásta Möller myndi verða þar
Annars er þetta ágætt svona, gott mál að Björn var settur í sitt ráðuneyti aftur, þar hefur hann gert marga góða hluti, hann er mjög vel liðin innan lögreglunar og landhelgisgæslunnar og ekkert að undra að hann sé þarna enn.
kv
Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 14:37
Enn frekari skaði fyrir ferðaþjónustuna
"Þá skora samtökin jafnframt á nýja ríkisstjórn Íslands, að hlutast til að um viðurkenna hvalaskoðun sem fullgilda og réttmæta nýtingu á hvalastofnunum við Ísland og stöðva um leið allar hvalveiðar hér við land áður en þær hafi í för með sé enn frekari skaða fyrir ferðaþjónustuna og aðrar mikilvægar útflutningsgreinar og útrásarfyrirtæki."
Hvalveiðar hófust síðasta haust, svo um áramótin höfðu aldrei eins margir ferðamenn verið á landinu um áramót áður, núna, það sem af er þessu ári hafa aldrei eins margir ferðamenn komið til landsins.
Hvernig stendur á þessu????
kv
Hvalaskoðunarsamtökin vilja að Watson hætti við aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2007 | 14:17
Hvalavinir
Hvar ætli þeir hafi fengið þessa hvali og höfrunga.
Ég ætla að vona það þeirra vegna að þeir hafi ekki þurft að veiða þá til að gera gert þetta "statement"
kv
Hvalahræ við Brandenborgarhliðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 15:16
Hvalakallinn að fara af límingunum
Jæja, Paul Watson gengin af göflunum.
Það var viðtal við hann um daginn og þar sagi hann að það væri í fínu lagi að klessa á skip og stofna lífi og limum sjómanna okkar í hættu, reyndar er skipið hans (flaggskipið) ekki uppá marga fiska. Við skulum bara bíða og sjá hvort þeir komist alla leið á þessum skítakoppi.
Einnig var hann spurður að því hvort hann óttaðist ekki íslensku Landhelgisgæsluna, "hahaha nei nei" sagði hann "við höfum staðið í hárinu á Færeyingum og þá ráðum við vel við ykkur". Hann á ekki eftir að hlæja svona þegar verðir Ægis skjóta hann í spað og draga svo skipið út fyrir lögsöguna og skilja hann eftir þar, nei nei, ekkert ofbeldi.
Vona bara að gæslan standi vörð um okkar menn og stoppi þessa kalla áður en illa fer
kv
Við erum tilbúnir til að hætta lífinu til að stöðva hvalveiðar Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)