Færsluflokkur: Bloggar
12.4.2007 | 17:18
Guðjón Arnar og skattleysismörkin
Ég hjó eftir því um dagin í Kastljósinu að Frjálslyndir vilja hækka skattelysismörkin í 150þús og segja að það kosti 70 miljarða og var fyrrum fjálrmálaráðherra, Geir H ekki eins viss og nefndi töluna 150 miljarða sem þetta myndi a.m.k. kosta.
Gott og vel, held að flestir myndu ekki slá hendur á móti þvi að fá 96þús króna personuaflsátt. Hann þarf s.s. að vera 96þús til að skattleysismörkin verði 150þús, þá hækk öll laun um c.a. 64þús kall á mánuði.
Þar sem að ég er mjög fróðleiksfús maður þá reyndi ég að afla mér uppls. um það sjálfur hvða þetta myndir kosta, ef þessar aðferðir hjá mér eru út úr kú þá endilega bara leiðrétta mig.
Ok....
Þeir sem njóta personuafsláttarains eru 16 ára og eldri, samkv. Hagstofu þá eru þeir c.a. 237þús, margföldum það svo með 96þús og fáum út 274 miljarða á ári, núverandi kostnaður m.v. 32þús kr pers.afls er 91 miljarður á ári, drögum það frá 274 miljörðum og fáum 183 miljarða á ári
Ég er nú ekki sérfræðingur en ef þetta er rétt þá munar 113 miljörðum á þessu og því sem að Guðjón Arnar talaði um í Kastljósinu og ef svo er þá er ég ekki viss um að ég sé til í að hleypa Frjálslyndum í ríkisbudduna með þessa reikningskunnáttu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 12:15
Suðurlandsvegur
Ég fór austur í bústaðinn í gær eins og svo oft áður og lá leiðin yfir Hellisheiðina og ég er alltaf að sjá hvað nýi stubburinn frá Littlu Kaffistofunni er mikil mistök. Það er nú búið að ræða slatta um þessi blessuðu vegrið en það er annað sem ég tók eftir núna. Þegar ég var að nálgast virkjunina þá langaði mig til að taka myndir af henni þar sem gufan stóð beint upp í loft í logninu, þannig að ég fór útaf veginum og niður á Þorlákshafnarveg og tók myndir þaðan. En þegar ég ættlaði aftur uppá Suðurlandsveginn þá tók ég eftir því að það er ekkert hringtorg þarna niðurfrá og ekki gert ráð fyrir því að maður vilji fara frá Þorlákshafnarveginum og þangað nema maður komi frá Þorlákshöfn, þannig að maður þarf að taka U-begju á veginum til að koast aftur uppá Suðulandsvegin. Er þetta ekki soldið að bjóða hættunni heim..... ég bara spyr...??
En talandi um Suðurlandsveginn, nú eru uppi háværar raddir um tvöföldun á þessum vegi, gott og vel, en það er nú samt sem áður annað sem þarf að laga þarna fyrst og það er aksturlag ökumanna þarna.
Ég bjó í Keflavík og stundaði nám í bænum, þ.a.l. keyrði Reyjanesbrautina á hverjum degi í nokkur ár. Ég á enn fjölskyldu og vini fyrir sunnan þannig að ferðir mínar um Brautina er enn þó nokkuð margar og heyrir það til undantekkninga að ég verði var við ofsaakstur þarna, bæði fyrir og eftir tvöföldun, þetta er eiginlega liðin tíð, og varð það fyrir mörgum árum.
En aftur að Suðurlandsvegi
Þann veg keyri ég talsvert líka, og þar heyrir það til undantekninga ef þetta gerist ekki, þ.e. að það koma bílar á ofsahrað og taka framúr, skiptir þá engu hvort bílar eru að koma á moti eða óbrotin lína á veginum. Þetta gerist yfirleitt nokkrum sinnum í hvert skipti.
Þannig að ég held að við Íslendingar verðum að fara að bæta umferðarmenningun, bætum hana áður en vegirnir eru bættir, því það kostar mun minna og er mun auðveldara. Umferðarmenninguna er hægt að bæta á einni nóttu ef fólk færi nú að hugsa pínu og taka tillit til annara, því maður finnur fyrir því í umferðinni að fók er ekkert að spá í náunganum og hugsar yfirleitt ekki lengra en nefið nær, þ.e. ef hugsunin nær það lángt.....
kv
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 17:39
Gæti gubbað
Mikið rosalega er ég orðinn þreyttur á sumu fólki sem býr í sama húsi og ég.
Það eru 14 íbúðir í húsinu en bara 12 bílastæði, þ.e. 12stk fyrir utan en c.a. 100stk í 50m fjarlægð og flestum þykir það of langt að labba, kræst...... Við erum á tveim bílum, fólksbíl og jeppa, jeppinn fær alltaf að dúsa á stóra stæðinu en hinn.....jah... þegar pláss er, fær að vera fyrir utan.
Flestir sem eru með tvo bíla leggja þeim fyrir utan ef þess gefst kostur, gæjinn sem býr við hliðina á mér leggur meira að segja vinnubílnum þar, líka á föstudögum og þá er hann þar alla helgina. Og áðan fóru þau úr bænum um páskana og hann skildi vinnubílinn eftir beint fyrir utan, hvað er málið....?
Um daginn var bíl lagt í tvö stæði og lág hann þannig í heila viku....
Jæja... nóg af þessu væli..... ég þoli bara ekki letingja sem nenna ekki að labba
P.s. þetta er allt fullfrískt fólk undir þrítugu......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 21:31
Fyrsta bloggfærsla
jæja þá er maður kominn með blogg eins og allir hinir, ættla mér að rita hér niður svona það sem mér liggur mest á hjarta það og það skiptið
kv
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)