17.5.2010 | 11:51
Smá ábending
Rétt er að benda á að Magma er ekki að eignast auðlindina
Reykjanesbær sá til þess fyrir nokkrum mánuðum síðan að auðlindin er enn í almannaeign, þ.e. í 66,7% eign bæjarins
Reykjanesbær á 66,7% hlut í HS Veitum, fyrirtæki sem á allt lagna og raflínukerfið sem og auðlindina sem það svo legir til HS Orku
Allt tal um að Magma muni hækka verðið til suðurnesjamanna til að ná uppí kostnaðinn við kaupin á ekki við rök að styðjast, það er frelsi í raforkusölu á Íslandi, þannig að suðurnesjamenn geta keypt orku frá hverjum sem er og hver sem er getur keypt orku frá HS Orku
s.s. ef verðið frá HS Orku er ekki samkeppnisfært þá verslar engin við þá, ekki suðurnesjamenn heldur
Það er reyndar rétt að hagnaðurinn af raforkusölunni fer úr landi, en fyrirtækið skilur nú samt eftir sig mikla fjármuni í landinu, t.d. auðlindagjaldið, gjöld til HS Veitna, Landsnets og annara raforkuflutningsfyrirtækja, laun handa starfsfólki o.fl.
kv
Ræddu við lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það nokkuð á borðinu að hagnaðurinn fari úr landi? Ef hagstætt reynist að fjárfesta fyrir hann hérlendis, verður það áreiðanlega gert. Þannig er nú eðli hlutanna.
Afdrif þessara peninga eru nokkuð á okkar hendi. Ráði þröngsýni og útlendingahræðsla framtíðinni á Íslandi er gulltryggt að arðurinn leitar annað. Útgerðin á hendi Íslendinga sannar að íslenskt eignarhald tryggir ekki skynsamlega nýtingu fjármuna í okkar þágu.
Sigurbjörn Sveinsson, 17.5.2010 kl. 12:09
Ef þú veist svona mikið, geturðu þá sagt mér hvort kaupverðið hafi verið í íslenskum krónum eða Bandaríkjadölum?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 12:20
Sá "hagnaður" sem þú segir verða áfram í landinu er óumflýjanlegur rekstrarkoðnaður orkuveitu - hver sem eigandinn er. Því marklaus athugasemd.
Jón Örn Arnarson, 17.5.2010 kl. 12:24
Einkennilegt er hve mikill hraði er á þessu máli. Tengist það lýðskrumi vissra stjórnmálamanna sem telja álbræðslur allra meina bót?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.5.2010 kl. 14:27
Þetta eykur einnig þrýsting á krónuna því eigendurirnir munu vilja fá hagnaðinn til Kanada. Ekki munu þeir vilja halda lengi í íslenskar krónur.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.