18.1.2012 | 12:28
Er engin munur...??
Finnist fólki ekki munur á því þegar annarsvegar:
lögregla rannsakar mál, kemur því til saksóknara sem svo ákærir og málið er tekið fyrir í dómi
og hinsvegar
þegar ransóknarnefnd Alþingis kemst að einhverri niðurstöðu, Alþingi ákveður að kæra og málið er sent fyrir landsdóm, dóm sem að Alþingi eitt getur sent mál til
Alþingi er saksónari í þessu máli og ætti því að geta bakkað með málið rétt eins og ríkissaksóknari getur gert í venjulegum málum, það er ekki hægt að bera þetta saman og spyrja hvort Alþingi ættli sér ekki bara að skipta sér af öllum málum
Ég man ekki betur en að Þráinn hafi sjálfur viljað að Alþingi skipti sér af máli níumenninganna svokölluðu, en það var kannski í lagi því það þjónað hans málstað í það skiptið
Vill að Ögmundur segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem er málið í þessari umræðu er ekki réttlæti og lög heldur hverjir eru vinir og samherjar og hverjir óvinir.
Það er óþolandi þegar það er pólitíkin sem ræður því hverjir eru kærðir og hverjir ekki, ég er ekki á því að Geir eigi að sleppa en það eiga heldur Árni Matt, Ingibjörg Sólrún, Björgvin og ekki hvað síst Jóhanna og margir fleiri að gera. Sú staðreynd að Alþingi greiddi atkvæði um hvern fyrir sig en ekki alla í einu er stóra hneisan.
Einar Þór Strand, 18.1.2012 kl. 12:44
Geir og Ögmundur verða nú seint taldir samherjar
Finnur Ólafsson Thorlacius, 18.1.2012 kl. 12:47
Nei það er rétt en ég held að Ögmundi hafi sviðið það alveg síðan greidd voru atkvæði um ákærurnar á Alþingi að Geir hafi einn verið ákærður, því hann fékk uppeldi þar sem hann lærði um réttlæti og það er ekki réttlæti þegar einn er látinn taka sökina fyrir marga. Þó svo að margir telji alltaf að þeirra maður eigi að sleppa þó svo að hann sé jafn sekur og hinn.
Einar Þór Strand, 18.1.2012 kl. 13:01
Held reyndar að það sé alveg sama hvernig þetta allt fer. Ingibjörg Sólrún, Björgvin og Árni munu aldrei geta þvegið af sér þennan blett hann mun geymast með þjóðinni sama er að segja um Jóhönnu Sigurðardóttur og Össur þeirra hlutur mun heldur ekki gleymast né aðkoma þeirra, Steingríms og fleiri að þessari ákæru. Þau hefðu sennilega verið betur sett á bekknum með Geir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 13:25
Ásthildur það er bara þannig að þjóðinni er að verða ljóst betur og betur að stjórnmálastarfsemi á Íslandi er í raun skipulögð glæpastarfsemi og er þar enginn flokkur undanskilinn.
Einar Þór Strand, 18.1.2012 kl. 13:35
Já allavega fjórflokkurinn, þeir sem koma inn og reyna að vinna gegn þessu eru umsvifalaust skotnir í kaf, vegna þess að þeir sem stjórna og ráða vilja ekki nýtt fólk inn sem gæti hugsanlega tekið af þeim völdin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.