4.4.2007 | 17:39
Gæti gubbað
Mikið rosalega er ég orðinn þreyttur á sumu fólki sem býr í sama húsi og ég.
Það eru 14 íbúðir í húsinu en bara 12 bílastæði, þ.e. 12stk fyrir utan en c.a. 100stk í 50m fjarlægð og flestum þykir það of langt að labba, kræst...... Við erum á tveim bílum, fólksbíl og jeppa, jeppinn fær alltaf að dúsa á stóra stæðinu en hinn.....jah... þegar pláss er, fær að vera fyrir utan.
Flestir sem eru með tvo bíla leggja þeim fyrir utan ef þess gefst kostur, gæjinn sem býr við hliðina á mér leggur meira að segja vinnubílnum þar, líka á föstudögum og þá er hann þar alla helgina. Og áðan fóru þau úr bænum um páskana og hann skildi vinnubílinn eftir beint fyrir utan, hvað er málið....?
Um daginn var bíl lagt í tvö stæði og lág hann þannig í heila viku....
Jæja... nóg af þessu væli..... ég þoli bara ekki letingja sem nenna ekki að labba
P.s. þetta er allt fullfrískt fólk undir þrítugu......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.