Guðjón Arnar og skattleysismörkin

Ég hjó eftir því um dagin í Kastljósinu að Frjálslyndir vilja hækka skattelysismörkin í 150þús og segja að það kosti 70 miljarða og var fyrrum fjálrmálaráðherra, Geir H ekki eins viss og nefndi töluna 150 miljarða sem þetta myndi a.m.k. kosta.

Gott og vel, held að flestir myndu ekki slá hendur á móti þvi að fá 96þús króna personuaflsátt.  Hann þarf s.s. að vera 96þús til að skattleysismörkin verði 150þús, þá hækk öll laun um c.a. 64þús kall á mánuði.

Þar sem að ég er mjög fróðleiksfús maður þá reyndi ég að afla mér uppls. um það sjálfur hvða þetta myndir kosta, ef þessar aðferðir hjá mér eru út úr kú þá endilega bara leiðrétta mig.

Ok....

Þeir sem njóta personuafsláttarains eru 16 ára og eldri, samkv. Hagstofu þá eru þeir c.a. 237þús, margföldum það svo með 96þús og fáum út 274 miljarða á ári, núverandi kostnaður m.v. 32þús kr pers.afls er 91 miljarður á ári, drögum það frá 274 miljörðum og fáum 183 miljarða á ári

Ég er nú ekki sérfræðingur en ef þetta er rétt þá munar 113 miljörðum á þessu og því sem að Guðjón Arnar talaði um í Kastljósinu og ef svo er þá er ég ekki viss um að ég sé til í að hleypa Frjálslyndum í ríkisbudduna með þessa reikningskunnáttu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband