Bylting á Íslandi....???

Las það á bloggi Björns Inga að núna væri bylting á framboðum á lóðum í Reykjavík.

Ég sé nú ekki byltinguna, 11milljónir fyrir lóðina.  Er þetta ekki bara verðið sem var á lóðunum fyrir c.a. 3-4 árum og öllum þótti útúr korti þá, eða þykir fólki þetta sangjarnt verð í dag.  Það hefur bara verið að gerst á undanförnum 2 árum sem verðin hafa verið að fara í 15-20milljónir, jújú, þetta er fínt miðað við það.  En þetta er tvöfallt dýrara en í Hafnarfirði og fjórum sinnum dýrara en í Reykjanesbæ, hvenig er það, er kostnaður Reykjavíkurborgar við að útbúa lóð svona mikið meiri en í nágrannasveitarfélögunm.

Allavega þá er ekki verið að standa við loforðin sem gefin voru varðandi þetta fyrir kostningarnar í fyrra.  Reykjavíkurborg heldur áfram að græða á lóðabraksi, ég hélt nefnilega að það væri ekki í verkahring sveitarfélga að "græða" á íbúunum, allavega ekki í sama tilgangi og fyrirtæki græða á sínum viðskiptavinum.

kv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband