Enn frekari skaði fyrir ferðaþjónustuna

"Þá skora samtökin jafnframt á nýja ríkisstjórn Íslands, að hlutast til að um viðurkenna hvalaskoðun sem fullgilda og réttmæta nýtingu á hvalastofnunum við Ísland og stöðva um leið allar hvalveiðar hér við land áður en þær hafi í för með sé enn frekari skaða fyrir ferðaþjónustuna og aðrar mikilvægar útflutningsgreinar og útrásarfyrirtæki."

Hvalveiðar hófust síðasta haust, svo um áramótin höfðu aldrei eins margir ferðamenn verið á landinu um áramót áður, núna, það sem af er þessu ári hafa aldrei eins margir ferðamenn komið til landsins.

Hvernig stendur á þessu????

 

kv


mbl.is Hvalaskoðunarsamtökin vilja að Watson hætti við aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einfalt mál.

Áhrif hvalveiða eru stórlega ofmetin. Það bylur hæst í tómri tunnu eins og glögglega sést á Paul Watson. 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Heyr heyr. Við eru sjálfstæð þjóð. Innanríkis mál okkar sem skaða ekki aðra beint koma engum við. Hvalveiðar eru í eðli sínu á enganhátt öðruvísi heldur en dádýrsveiðar og miklu mannúðlegri heldur en Kengúru og Kameldýraveiðar Ástrala. Þar fara menn á þyrlum með sjálfvirka hríðskotabyssur og skilja síðan hræinn eftir án þess að athuga þau eitthvað frekar. 

Fannar frá Rifi, 21.5.2007 kl. 14:55

3 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Hvalveiðar eiga fullan rétt á sér. Við erum sjálfstæð og "sjálfbær" þjóð og eigum að ráða því hvort við nýtum okkar nytjastofna og auðlindir eður ei, svo lengi sem það er hægt með skynsamlegum hætti.

Ívar Jón Arnarson, 21.5.2007 kl. 15:31

4 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

nákvæmlega...

Það er soldið fyndið hvað þessum samtökum, og öðrum, þykir meira vænt um dýrin en mannskepnuna, sé ekki alveg af hverju maðurinn má ekki veiða sér til matar eins og önnur dýr

Svo hef ég nú ekki heyrt af því að fólk veigri sér við því að ferðast til Bretlands vegna stríðsins í Írak og ekki heldur að fólk fari ekki til Kína vegna mannréttindabrota sem framin eru þar.

Það þarf náttúrulega að koma því í hausinn á þessu fólki að hvalurinn er ekki í útrýmingarhættu við Íslandsstrendur, þetta er bara lítill en hávær hópur fólks sem er að æsa sig yfir þessu

Finnur Ólafsson Thorlacius, 21.5.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband