6.6.2007 | 22:55
Innnanlandsflugið
Hvaða vitleysa er þetta eiginlega, annaðhvort verður innanlandsflugið áfram þar sem það er eða verður flutt til Keflavíkur, það sjá það allir sem vilja.
Það er bara tóm tjara að ætla sér að byggja nýjan flugvöll fyrir 15miljarða uppá Hólmsheiði nokkra km frá fullkomnum alþjóðaflugvelli í Keflavík, sérstaklega þar sem það er nýbúið að eyða miljörðum í endurbætur á Reykjavíkurflugvelli, fyrir 2árum varð þessu flugvöllur í fyrsta sinn að alvöru flugvelli.
Það þíðir ekki lengur að stinga hausnum í sandinn yfir þessu, menn hljóta að fara að viðurkenna það opinberlega að besti kosturinn er að flytja þetta til Keflavíkur, þegar gæslan fer þangað þá verður það stór nagli í líkkistu Reykjavíkurflugvallar.
Nú er verið að leggja bundið slitlag á völlinn á Sandskeiði og þar verður hægt að vera með relluflug, snertilendingar og eitthvað kennsluflug, en allt stærra flug og áætlunarflug á heima í Keflavík
kv
Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.