Fólk er fífl....

Vá hvað fólk getur verið vitlaust, eða allavega túlkað hlutina eins og þeim hentar hverju sinni.

Hvaða máli skiptir hversu vel mentuð hún er, dúx hér og masters gráð þar.

Hún túlkar bara hlutina sér og sínum málstað í hag.

Talandi um menntasnobb, þá er Geir H. Haarde með MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, samt sem áður er sú skoðun ríkjandi á Austurvelli á laugardögum að hann hafi ekkert vit á peningum......

kv


mbl.is Óánægð með ræðu á heimasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi skóli sem Geir H. Horde lærði í er víst ein af vöggum nýfrjálshyggjunar sem hefur nú beðið skipsbrot út um allann heim.

Geir er einn af frumkvöðlum hennar hér á landi og var ávalt mikill hugmyndasmiður í henni á bakvið Davíð Oddson þegar einkavæðingarferlið fór í gang.

Þú ert kannski búinn að átta þig á því af hverju Geir vill ekki reka Davíð eins og restinn af þjóðinni vill ? (stærstur hluti sjálfstæðismanna líka)

Þessir tveir menn bera gríðarlega ábyrgð á því tjóni sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir. Vélinn þeirra kallast Sjálfstæðisflokkur og hefur hún skipað sína menn í öll helstu embætti landsins. Þetta eru ekki fleipur heldur gallharðar staðreindir.

Dómarar, útvarpsstjórar, bankastjórar, osfr. osfr. Sama hvernig litið er á þetta þá er þessi stefna "flokkurinn framar landinu" búinn að knésetja okkur öll.

Már (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:13

2 identicon

Nei auðvitað má ekki gagngrína flokksgæðingana sem eru búnir að koma sínu fólki, ættingjum jafnt sem flokksgæðingum í stjórnunarstöður innan íslenskt stjórnkerfis.

Það gæti kollvarpað spilaborginni, sem er jú bara byggð upp á venjulegum spilum.

Árni Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:26

3 identicon

Já þetta eru náttúrulega eins og Alan Greenspan fyrrum Bankastjóri Ameríska Seðlabankans sagði... hann bara misskildi nokkur "minniháttar" grundvallar atriði. Woops I did it again...

Jón (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 03:40

4 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

Már, þú eiginlega sannaðir mál mitt, menn beita "þekkingu" sinni í eigin þágu.

Ef það væri bara til ein túkun á lögum þá væru ekki lögfræðingar, er það........???

Finnur Ólafsson Thorlacius, 27.11.2008 kl. 15:26

5 identicon

Ég vill bara að löggan fari að lemja þetta lið þarna niðri á Austurvelli sem er með einhver leiðindi gegn Dabba. Við eigum að láta loka þetta lið inni í girðingu einhverstaðar uppi á öræfum svo ráðamenn þjóðarinnar fái að vinna í friði. Og hananú

Gummi og já Finnur þetta er ég (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband