11.1.2009 | 14:13
Talandi um Silfur Egils
Þar var einnig Björg Eva, blaðamaður. Hún var að tala um heilbrigðiskerfið, henni fannst það alveg útí hött að flytja þjónustu til Keflavíkur bara vegna þess að þar er fullkominn ónýtt skurðstofa. Hún benti á að það kostaði ekki nema 5 millj. króna að flytja skurðstofuna, flytja hana til fólksins.
Bíddu halló halló, er manneskjan eitthvað klikkuð, það búa næstum 22þús manns í Reykjanesbæ og nágranasveitarfélögum, á þetta fólk ekki rétt á almennilegri heilbrigðisþjónustu í sinni byggð, eða er þetta fólk ekki fólk samkv. hennar skilgreiningu, kannski ekki nógu fínt fólk eða merkilegt.
Það er rétt að geta þess að samfara mikilli fjölgun fólks á suðunesjum hafa framlög til HSS ekki hækkað mikið, HSS fær lang lang minnstan pening fyrir hvern íbúa af öllum heilbrigðisstofnunum á landinu. Það er löngu kominn tími til heilbrigðisráðuneytið taki hausinn úr rassgatinu á sér og reki þetta með sóma.
Svo held ég að Bjög Eva ætti að hugsa smá áður en hún segir svona hluti.
kv
Hörður: Mótmælin rétt að byrja | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Athugasemdir
Án þess að ég sé að verja eitthvað sérstaklega það sem hún var að segja þarna. Þá benti hún á að það væri skrítð að loka stórum spítala sem hefur sinnt mörgum aðgerðum til að senda allt fólkið um 40 kílómetra lengra i aðgerðir bara til að nýta vannýtt skurðstofu. Held að hún hafi ekkert haft á móti þessari skurðstofu í sjálfusér. Hún hinsvegar hræðist að þessi breyting eigi að vera liður í einkavæddri starfsemi sem hugsanlega eigi að taka upp á Sjúkrahúsinu á Reykjanesi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 11.1.2009 kl. 14:42
Rétt er að geta þess að ef þú ferð 40km í átt að Reykjanesbæ úr Hafnarfyrði þá ertu sennilega kominn í Garðinn, þ.e. það er ekki svona langt til Reykjanesbæjar. Svo eru til fullt af vannýttum skurðstofum á höfuðborgarsvæðinu, alger óþarfi að bæta einni við.
kv
Finnur Ólafsson Thorlacius, 11.1.2009 kl. 14:58
Þetta mál snýst um að nýta betur þá peninga sem eru settir til að reka kerfið. Rökin sem sett eru fram gegn breytingunum erað langstærstum hluta tilfinningalegs eðlis. Það er skiljanlegt og svo annað hitt að það er svo óskaplega auðvelt að setja tilfinningar inn í þessa umræðu. Þrtta snýst nefnilega um veikt fólk. Þetta með kílómetrana er svo afstætt og fáranlegt í mörgum tilfellum. Það mætti halda að vegir á Íslandi hafi nánast gufað upp á sumum stöðum.
Einkavæðing á Reykjanesi, ææ er það ekki Róbert Wessmann í samstafi við rannsóknaraðila um einhverjar nýjungar sem mundu spara peninga. Við skulum endilega vera ámóti því, er það ekki. Kynnum okkur málin miklu betur og skrifum svo og tölum gegn því sem okkur finnst ekki ganga upp í kerfinu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2009 kl. 14:59
Hólmfríður! Næst þegar þú keyrir um í almennilegu íslensku illviðri skaltu endilega segja við sjálfa þig að þetta með kílómetrana sé bara afstætt ... Það kostar heldur ekki lítið í bensíni og sliti á vegum og bílum að ferja starfsfólk og sjúklinga fram og til baka. Fyrirhugaðar breytingar á St Jó í öldurnarspítala myndu líka kosta ærinn skilding, ég heyrði töluna 120 millur. Allt tal um sparnað í þessu sambandi er tóm blekking.
Það eru engin skynsamleg rök fyrir gjörningi ráðherra og allir sjá að honum gengur tvennt til: 1. að komast skrefi nær einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og 2. að redda flokkssystkinum sínum í Keflavík sem af einhverjum ástæðum sem ég ekki þekki virðist ekki ganga allt of vel að reka spítala.
Það sem ég ekki skil er hvernig honum dettur í hug að hann komist upp með þetta. Færri og færri Íslendingar eru reiðubúnir að kyngja hverju sem er bara af því Flokkurinn segir það. Er ekki nóg komið af VITLEYSU??
Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:20
Gengur illa að reka HSS, það er ekkert skrýtið. HSS fær minnstan pening pr. íbúa, sú heilbrigðisstofnun sem er næst lægst, þ.e. HSU er með 30% meiri framlög en HSS, og er að þjónusta jafn marga íbúa. Sú stofnun sem fær mest fær næstum þreföld framlög HSS. Það er heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki. Vissulega er dýrara að reka minni einingar, en þetta er sem sem áður ekki eðlilegur munur
kv
Finnur Ólafsson Thorlacius, 13.1.2009 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.