Ekki sanngjarnt

Þetta þíðir það að sá sem er með 499þús kall á mánuði fær meira úrborgað en sá sem er með 500þús kall

Ef við drögum 1% í stéttarfélag, 4% í lífeyrissjóð og 40% í skatt af 499þús kallinumþá er það c.a. 324þús útborgað

Ef við drögum 1% í stéttarfélag, 4% í lífeyrissjóð og 43% í skatt af 500þús kallinumþá er það c.a. 310þús útborgað

í báðum tilfellum er gert ráð fyrir 40þús í persónuaflsátt

Þetta er rosalega sanngjarnt og hvetjandi fyrir fólk til að afla betri tekna, eða þannig

kv


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

einsog ég hef alltaf skilið skattþrep, þá er 3% aukaskattur lagður ofaná laun sem að eru hærri en 500 þús.

það er að segja fyrstu 500 þúsundin væru á  40% og allt yfir því á 43%

þó má vel vera að þetta sé einfaldlega rangt hjá mér.

Árni Sigurður Pétursson, 23.3.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

jú ætli það ekki, eins og ég benti á, þá "meikar" hitt engan "sens"......

en þíðir þetta þá ekki miklu mun meira vesen að halda utan um launin, ef maður fer yfir mörkin einn mánuð þá þarf maður að geyma peninginn svo maður eigi fyrir skuldinni 1. ágúst ár hvert, því varla fer maður að borga minn einn mánuðinn í skatt en meira hinn, þetta hlýtur að vera gert upp einu sinni á ári??

annars veit ég ekkert hvernig þetta er útfært, mér finnst bara svona mismunandi skattþrep ekki sniðug, þetta er ágætt eins og þetta er, en vegna persónuafsláttar þá borgar sá hærra launaði hærra hlutafall af sínum tekjum í skatt en sá lægra launaði

kv

Finnur Ólafsson Thorlacius, 23.3.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband