12.5.2009 | 22:47
Hræsni
Hvernig er það, froðufeldi ekki núverandi heilbrigðisráðherra yfir því þegar fyrrverandi heilbrigðisráðherra ætlaði í svipaðar aðgerðir.
Ef ég man rétt þá tók hann til baka einhverjar slíkar ákvarðanir á meðan hann fussaði og sveiaði yfir þessu.....
kv
Átta heilbrigðisstofnanir sameinaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vissulega má kalla það hræsni, en það voru þó aðalega vinnubrögðin sem honum mislíkaði við störf fyrrum heilbrigðisráðherra.
Gunnlaugur hafði ekkert samráð við stofnanirnar heldur voru það einhliða ákvarðaninr sem hann tók ásamt sínum ráðgjafa, úr því er Ögmundur að reyna að bæta
Björn Halldór Björnsson, 12.5.2009 kl. 23:09
Ögmundur tók upp alla undirbúnings vinnu Gulla og gerði að sinni. Ekki er mér kunnugt um að Ögmundur hagi lagt sig sérlega í líma við að vinna með þeim stofnunum sem hann er að sameina, hann er einungis að framfylgja þeirri vinnu sem Gulli var búin að láta vinna fyrir sig. Ögmundur hefur ekki lagt neitt nýtt til málanna.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 23:19
Ekki nægilega vönduð vinnubrögð,ble ble...... hversu oft hefur maður heyrt þessa afsökum frá þessu liði áður....
Ögmundur og Skallagrímur hafa bara aldrei getað verið samála stjórninni eða hrósað fyrir vel unnin störf, en ef það er eitthvað sem er augljóslega vel gert þá þurfa þeir að setja útá vinnubrögðin við gjörninginn eða segja að ekki sé nægilega langt gengið....
kv
Finnur Ólafsson Thorlacius, 12.5.2009 kl. 23:25
Eitt enn, af þetta var góð aðgerð en bara ekki nægilega vel útfærð, af hveru fór hann þá ekki í þetta þegar hann tók við og kláraði dæmið
En nei, það hljómaði betur í kosningarbaráttunni að fordæma þetta, heldur einhver að það sé tilviljun að þetta er gert núna, þ.e. eftir kosningar....
kv
Finnur Ólafsson Thorlacius, 12.5.2009 kl. 23:30
Oftast þegar ég hef heyrt þessi mál nefnd (og það fyrir kosningar) þá hafa flestir talað um að það væri nauðsinlegt að sameina stofnanir þannig að hver sá sem hefur haldið öðru fram en að það yrðu sameiningar er heldur barnalegur í hugsun. Man þó ekki eftir Ögmundi lýsa því yfir persónulega en allavega flestum innan VG og Sf.
Ég ætla þó ekki að verja Ögmund og set spurningamerki við vinnubrögð hans líkt og forvera hans, mér fannst rétt hjá Guðlaugi að hefja hagræðinguna þó hann hefði mátt fara mýkra í þær og ræða við starfsmenn áður. Forgangsröðunin virkaði einnig brengluð.
Ögmundur hefði ekki þurft að ganga eins langt og hann gerði til að draga aðgerðir Guðlaugs til baka, og hann hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af kjósendum þar sem Guðlaugur hefði hvort sem er fengið mestu reiðina frá því fólki sem mislíkaði aðgerðir hans.
Björn Halldór Björnsson, 12.5.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.