16.6.2009 | 13:20
Hóflegur sparnaður....???
Sko, í 1. lagi, þá er það yfirlýst markmið þessarar ríkisstjórnar að lækka laun sem allra mest, þannig að þessi 8% hátekjuskattur sem er fáránlegur á ekki eftir að skila sér.
Svo er það fjármagnstekjuskatturinn, 15% í stað 10% á þá sem eiga óhóflegan sparnað, hvað er það, þó svo að ég sé ekki sammála hugtökum eins og óhófleg laun, óhóflegar húseignir eða bílar þá skil ég svo sem að kommarnir vilja tala um það.
En það er ekkert til sem er hóflegur eða óhóflegur sparnaður, en þetta þíðir sem sagt það að þeir sem hafa verið hvað duglegastir að spara og ekki tekið þátt í útrásinni og græðginni munu gjalda fyrir það í dag með 15% fjármagnstekjuskatti.
Þvílík vitleysa, þessu liði er ekki viðbjargandi......
kv
Skattahækkanir úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.