23.3.2009 | 14:47
Ekki sanngjarnt
Þetta þíðir það að sá sem er með 499þús kall á mánuði fær meira úrborgað en sá sem er með 500þús kall
Ef við drögum 1% í stéttarfélag, 4% í lífeyrissjóð og 40% í skatt af 499þús kallinumþá er það c.a. 324þús útborgað
Ef við drögum 1% í stéttarfélag, 4% í lífeyrissjóð og 43% í skatt af 500þús kallinumþá er það c.a. 310þús útborgað
í báðum tilfellum er gert ráð fyrir 40þús í persónuaflsátt
Þetta er rosalega sanngjarnt og hvetjandi fyrir fólk til að afla betri tekna, eða þannig
kv
3% skattur á 500 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2009 | 11:01
bla bla bla
Ég ættla nú að vona að fólk sjái í gegnum þetta, og fari að sjá í gegnum þessa manneskju, ofmetnasta stjórnmálamann Íslandssögunnar.
Hví baðst hún ekki afsökunar þegar hún var félagsmálaráðherra,...... ég endurtek...... FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, þar sem svona mál heira beint undir hennar ráðuneyti
reyndar var soldið langt í kosningar þegar hún gegndi því embætti, en eins og allir vita og hún líka þá eru Íslendingar fljótir að gleyma og því þurfti hún að gera þetta þegar nær dróg kosningum
kv
Afsökunarbeiðni fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2009 | 10:51
Mesta hneikslið
Það sem mér finnst vera mesta hneykslið í þessu er að það skuli ekki vera reiknað með meira en 15 millj í greiðslur frá TR til þessa drengs frá og með 18 ára aldri og út ævina, HALLÓ.... 15 millj í ævitekjur. Fyrir ári síðan voru þetta 1,5 mánaðar tekjur hjá millistjórnenda í banka..... MILLISTJÓRNENDA...... bara svo það sé á tæru
Alþingi á að sjálfsögðu að skammast sín fyrir að hafa sett þessi lög en ríkið á að skammast sín enn meira fyrir það að borga ekki betur til öryrkja sem sannanlega þurfa á þessu að halda......
En Steingrímur og félagar ætla að breyta heiminum á 80 dögum, vonandi verður eitthvað gert í þessu, svona ef þau hafa tíma......
kv
Börnin fá smánarbætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 13:15
Þar höfum við það
Um síðustu helgi hlustaði ég á flokksbróður Steingríms og heilbrigðisráðherra Ögmund Jónasson í útvarpinu þar sem hann var fyrir vestan að fjalla um heilsugæslumál á Patreiksfirði, þar tilkynnti hann að af sameiningu heilsugæslna yrði ekki. Fyrir því færði hann þau rök að þetta væri vilji heimamanna og eftir þeim vilja bæri alltaf að fara.
I kjölfarið sendi ég Steingrími mail og spurði hann að því hvort þetta væri orðin stöðluð afstaða flokksins og hvort þeir ætli þá ekki örugglega að styðja uppbyggingu álvera á Bakka og í Helguvík heilshugar, þar sem það væri ljóst að það væri eindregin vilji heimamanna á viðkomandi stöðum.
Það er skemmst frá því að segja að ekkert svar hefur borist enn, en í þessari frétt svarar hann þessu vel................
kv
Steingrímur á móti Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2009 | 20:24
Er þetta ekki svona nú þegar....???
Ég bendi nú bara aftur á 82. grein laga um Kosningar til Alþingis
En ég benti á hana hér
kv
Finnur
Hvetja til persónukjörs strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 00:02
Bíddu halló halló, er þetta ekki svona nú þegar
Ég hef ekki nennt að lesa í gegnum allar færslurnar um þessa frétt þannig að ég veit ekki hvort þetta hefur þegar komið fram, en rétt er að benda á 82. gr laga um kosningar til Alþingis
82. gr. [Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann markar með ritblýi kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa.]1)
Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.
Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans.
kv
Persónukjör í kosningunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 00:28
Sauðir
Eru þetta algerir sauðir, hvað er að þessu liði þarna niðurfrá, var ekki verið að mynda nýja ríkisstjórn til að bjarga því sem bjargað verður á næstu vikum og fara svo í kosningar í vor.
Er ekki séns að þetta lið taki hausinn úr rassgatinu á sér og hætti að hugsa svona langt fram í tíman í smá stund og hugsi um nútíðina, það er það sem skipir máli núna.
Ef hlutirnir fara ekki að lagast þá verður svo mikill landflótti að það verður engin framtíð til að skipuleggja.
kv
Tekist verður á um Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 23:47
Svikin loforð.........!!!!
Hvernig væri að þessi ríkisstjórn fari að standa við loforðin, þ.e. að bjarga heimilunum. Um næstu mánaðarmót hækkar meðalíbúðarlánið um nokkra hundrað þúsundkalla til viðbótar, það er það sem þarf að koma í veg fyrir að haldi áfram. Á næstu vikum á að setja öll ágreiningsmál til hliðar og vinna í að bjarga heimilum landsins.
Mér gæti bara ekki verið sama hver situr í Seðlabankanum í dag og næstu vikur eða mánuði, það skiptir mig, mína fjölskyldu og okkar buddu ekki máli.
Þessi ríkisstjórn verður að átta sig á því að hún hefur ekki umboð til að móta framtíðarþjóðfélag hérna, hún að að gera allt sem hægt er til að bjarga nútíðinni, hætta að eyða tíma, orku og peningum í eitthvað sem skiptir ekki máli.
kv
Lýsir miklum vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2009 | 20:52
Skondinn kall hann Steingrímur
Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir honum Steingrími J. hann var maður orða sinna og hafði hugsjónir, ég var hinvegar sjaldan eða aldrei sammála honum, nema kannski hvað varðaði ESB aðild.
Hann hefur mikið talað fyrir því að það vantaði þingræði í þetta land, hér væri bara ráðherraræði og því þyrfti að breyta, núna hefur Steingrímur hinsvegar aðeins skipt um skoðun hvað það varðar, núna ætlar Steingrímur að banna hvalveiðar, þvert á vilja Alþingis og þjóðarinnar í heild sinni, í krafti ráðherraræðis getur hann þetta.
kv
Fullt á hvalafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 21:08
Að lenda í eða ekki lenda í
Það er kannski rétt að benda á að það lendir engin í því að á hann sé sprautað piparúða
menn koma sér í þá aðstöðu alvega sjálfir og hjálparlaust
kv
Tekist á um piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)