Ástþór 2000 kall

Ég ætla nú að byrja á því að segja að mér finnst hann Ástþór svona í meira lagi skrýtinn og ekki myndi ég kjós hann til forseta.

En, hvað er málið með allt þetta tal um að hann ætti ekki að hafa rétt á sér að bjóða sig fram, það má ekki gleyma því að við búum í lýðræðisþjóðfélagi þar sem ALLIR eru jafnir fyrir lögum, ekki bara sumir og þá þeir sem að flestum líkar vel við.

Hvað með það þó svo að honum hafi verið hafnað áður, það er bara ekkert sem bannar honum að reyna aftur og aftur og.....

En fyrst menn eru komnir í þessa umræðu, væri þá ekki bara kjörið að banna suma stjórnmálaflokka.  Þessa flokka sem eru búnir að reyna aftur og aftur að komast í ríkisstjórn.         Ég meina kommon, vinstri grænir, þeim er ekkert að takast þetta og ekki frjálslindum heldur svo kom framsókn ekkert vel út úr þessu síðast.  Best og ódýrast væri að loka bara þessum flokkum, er það ekki?

Svo hefur fólk svo miklar áhyggjur af kostnaði við þessar kosningar, það er ekki eins og peningurinn sem ríkið þarf að setja í þetta sé að fara úr landi, hann fer bara úr einum vasa í annan

Þetta er bara lýðræðið í sinni bestu mynd, engin misnotkun á því..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband