26.1.2008 | 18:38
Vatsmýri eða Keflavík
Það sjá það allir sem vilja að það eru bara tveir kostir í stöðunni, hafa völlinn þar sem hann er eða flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.
Allt tal um Hólmsheiði er bara bull, í 1. lagi þá er það of nálægt byggðinni sem er að rísa þarna í nágreninu og í 2. lagi þá stendur heiðin of hátt. Ef það á að færa hann lengra austar til að fjarlægjast byggð þá er hann bæði kominn of langt frá borginni og of hátt.
Þá er að skoða svæði norðan við borgina, ekki nógu mikið pláss og of mikið af fjöllum.
Ekki gengur að setja hann sunnan við borgina því þá er hann kominn ofan í Keflavíkurflugvöll, þá er eins gott að hafa þetta þar
kv
![]() |
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg er sammála þér völlurinn á að vera þar sem hann er. Hef verið að ferðast
á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar í 15 ár vegna atvinnu minnar. Veðrið er
risjótt, oft er seinkunn á flugi eða aflýst vegna veðurs, eða þá að þær
þurfa að snúa við vegna breyttra veðurfarslegra aðstæðna, sem betur fer er
Þyngeyrarflugvöllur komin aftur í gagnið sem varavöllur,en oft er ófært á
báða staði. Þeir sem vilja flugvöllin burt. Reynið að íhuga það hvað þetta
er langt ferli, að fara til Keflavíkur á bíl eða með rútu, innrita sig inn
tímanlega. þetta er frá því að maður leggur af stað heiman frá sér þar til
að maður er komin á áfangastað 3-5 tímar. það eru mjög oft tafir á flugi.
Ef að völlurinn færi til Keflavíkur, þá yrði í mörgum tilfellum fljótlegra
að keyra til Isafjarðar, ég tala af reynslu, þetta er ekki eins og að hoppa
upp í strætó, innanlandsflugið. Flugið til Akureyrar myndi leggjast af.
menn færu frekar Keyrandi Norður. kv sölvi
Sölvi Arnar Arnórsson, 27.1.2008 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.