Færsluflokkur: Bloggar
21.3.2008 | 14:10
Kjánalegt
Æji... mér finnst þetta eitthvað svo kjánalegt, var ekki hægt að spila BINGÓ í gær.....?...
en ef þau halda því fram að það sér svo slæmt að bindast samtökum og trúa á Jesús Krist, er þá eitthvað skárra að bindast samtökum um það að trúa ekki.....???
kv
Vantrúaðir spila bingó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.3.2008 | 17:54
jæja.....
Hvar endar þetta eiginlega, ég bara spyr....?
En eftir að hafa horft á "Kerfi Pútins" á RÚV um daginn þá sá ég hvað við Íslendingar erum svakalega heppin að vera ekki uppá olíu eða gas frá örðum þjóðum komin til að framleiða rafmagn og hita upp húsin okkar
kv
Olíuverð yfir 111 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 16:42
Sönnunarbyrgði
Hvernig stendur á því að í umferðarlagabrotum þar sem mynd næst af umferðarlagabroti þá er fær umráðamaður ökutækisins sekt, sama hvort hann sjálfur þekkist á myndinni eða ekki.
En í þessu máli er það ekki hægt, það er sannað að ákveðnum bíl var ekið á drenginn, það er vitað hver er umráðamaður bílsins og hann getur hvorki gert grein fyrir ferðum sínum þetta kvöld né hver var á bílnum, því hann þrætir fyrir að hafa verið á honum sjálfur.
Þannig að ef þú vogar þér að aka yfir 90kmh á Reykjanesbrautinni og það telst sannað að bílinn þinn var notaður við verknaðinn þá eru lagaheimildir til að sekta þig.
En ef það er sannað að bíllinn þinn var notaður til að aka á manneskju þá er bara nóg að segjast ekki hafa verið á bílnum, þá ertu hólpinn.
kv.
Farinn úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.2.2008 | 23:20
Hlutlaus....??????
Helsti ráðgjafi Bush sem pólitískur fréttaskýrandi á FOX
ætli tímasetningin sé tilviljun og ætli þetta verði hlutlausar fréttaskýringar.......???
Ætla nú að gefa mér að "NEI" sé svarið við báðum spurningunum
Fyrrum ráðgjafi Bush orðinn fréttaskýrandi hjá Fox | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.1.2008 | 18:38
Vatsmýri eða Keflavík
Það sjá það allir sem vilja að það eru bara tveir kostir í stöðunni, hafa völlinn þar sem hann er eða flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.
Allt tal um Hólmsheiði er bara bull, í 1. lagi þá er það of nálægt byggðinni sem er að rísa þarna í nágreninu og í 2. lagi þá stendur heiðin of hátt. Ef það á að færa hann lengra austar til að fjarlægjast byggð þá er hann bæði kominn of langt frá borginni og of hátt.
Þá er að skoða svæði norðan við borgina, ekki nógu mikið pláss og of mikið af fjöllum.
Ekki gengur að setja hann sunnan við borgina því þá er hann kominn ofan í Keflavíkurflugvöll, þá er eins gott að hafa þetta þar
kv
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2008 | 02:03
Ástþór 2000 kall
Ég ætla nú að byrja á því að segja að mér finnst hann Ástþór svona í meira lagi skrýtinn og ekki myndi ég kjós hann til forseta.
En, hvað er málið með allt þetta tal um að hann ætti ekki að hafa rétt á sér að bjóða sig fram, það má ekki gleyma því að við búum í lýðræðisþjóðfélagi þar sem ALLIR eru jafnir fyrir lögum, ekki bara sumir og þá þeir sem að flestum líkar vel við.
Hvað með það þó svo að honum hafi verið hafnað áður, það er bara ekkert sem bannar honum að reyna aftur og aftur og.....
En fyrst menn eru komnir í þessa umræðu, væri þá ekki bara kjörið að banna suma stjórnmálaflokka. Þessa flokka sem eru búnir að reyna aftur og aftur að komast í ríkisstjórn. Ég meina kommon, vinstri grænir, þeim er ekkert að takast þetta og ekki frjálslindum heldur svo kom framsókn ekkert vel út úr þessu síðast. Best og ódýrast væri að loka bara þessum flokkum, er það ekki?
Svo hefur fólk svo miklar áhyggjur af kostnaði við þessar kosningar, það er ekki eins og peningurinn sem ríkið þarf að setja í þetta sé að fara úr landi, hann fer bara úr einum vasa í annan
Þetta er bara lýðræðið í sinni bestu mynd, engin misnotkun á því..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 00:45
Orð Davíðs
Nú rifjast upp orð Davíðs Oddssonar í ræðu hans á 17. júní hérna um árið.....
ég man reyndar ekkert hvernig setningin hljómaði nákvæmlega..... en hún var eitthvað um að grafa sína eigin gröf..... var það ekki annars og myndi það ekki passa vel við núna um Hr Spector........??
eða er ég bara að bulla......???
Phil Spector gagnrýnir Tinu Turner | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 21:38
Hver er ástæðan
Hver er ástæðan fyrir þessu, eru við að verða veikari og veikari eða er aðstaðan á FSA að verða verri með árunum? Er verið að stóla á sjúkraflugið til að sinna fólkinu?
Þá er nú eins gott að flugvöllurinn og LSH eru hlið við hlið, þ.e. ef þjónusta við fólkið úti á landi er að versa, ekki mátti nú við því.....
Furðulegt að fólk á landsbyggðinni skuli sætta sig við þetta ástand á sjúkrahúsunum í sinni sveit, bara svo lengi sem það hefur þennan flugvöll í miðborginni.
kv
Mikil aukning í sjúkraflugi á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2007 | 17:47
Tryggingarfélögin.....
Þetta kemur mér svo sannarlega ekki á óvart, ég hef verið svikinn illilega (mitt mat...:)) af Sjóvá Almennum og síðan hef ég farið hringinn í þessu.
Síðast var ég hjá VÍS en þegar átti að endurnýja trygginguna þá gáfu þeir mér tilboð sem var tvöfalt hærra en árið á undan, hafði samt ekki lent í neinu tjóni. Þá gaf ég þeim að sjálfsögðu puttann og fór í TM þar sem ég er bara sáttur, hingað til allavega....
Íslendingar óánægðir með tryggingafélög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 13:12
Allir á stöðina
Ég hef nú ekki lent í þessu enn, þ.e. að vera nappaður við að míga á almannafæri, en af því sem ég hef heyrt þá er hver og einn tekinn niður á stöð í skírslutöku. Ég er mjög sammála því að taka á svona málum en er ekki óþarfi á fara með alla á stöðina. Þá hef hef ég ekki áhyggjur af brotamanninum, heldur tíma lagannavarða sem fer í það að ferja fólk á stöðina alla nóttina. Var löggan ekki annars að kvarta yfir því um daginn að of mikill tími og mannskapur færi í óþarfa útköll, c.a. 7000 stk.
Væri ekki hægt að ganga frá þessu á staðnum, bara eins og með umferðarlagabrot. Maður gæti verið tekinn á Reykjanesbrautinni á 130 kmh með 2 lausa krakka afturí og gengið frá málinu á staðnum, en ef einhver vogar sér að kasta af sér vatni eða rusli í miðbænum þá þarf að fara með viðkomandi á stöðina. Skrítið finnst mér.....
34 teknir fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)